Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

17. júní

17. júní

Fjölskyldustund Fjölskyldur
  • Bókasafn Hafnarfjarðar,

Blómin springa út og þau svelgja í sig sól…

Sjálfstæði Íslands verður fagnað á Bókasafni Hafnarfjarðar sem áður og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir í hús.

Við hefjum daginn á því að skauta fjallkonu Hafnarfjarðar, en sagnfræðingurinn og kjólameistarinn Hildur Rosenkjær, oft kennd við Annríki, mun halda stutta fræðslu um sögu og merkingu búningsins á meðan fjallkonan er undirbúin fyrir ávarp sitt. Hefst þetta kl. 13:00.

Það verður nóg af kaffi og kleinum, og nikkan auðvitað á staðnum frá kl 14:00.

Klukkan 16:00 koma tónlistarmennirnir Rebekka og Ásgeir og halda hugljúfa tónleika fyrir þá sem vilja slaka aðeins á eftir frábæru dagskrána á Thorsplani í notalegri stemmingu á bókasafninu.

Til hamingju, allir landsmenn og sjáumst á Bókasafni Hafnarfjarðar!