Rafbókasafnið

Rafbókasafnið byggir á OverDrive rafbókaveitunni. Allir lánþegar Bókasafns Hafnarfjarðar með gilt bókasafnsskírteini hafa aðgang að Rafbókasafninu. Nota þarf númerið á bókasafnsskírteininu til innskráningar (GE-númer) og lykilorð (sama lykilorð og á Leitir.is).

 • Útlánstími er 21 dagur.
  • Nema á hljóðbókum er 14 daga lánstími.
 • Hægt er að hafa 21 bók að láni og setja inn 21 frátekt í einu.
 • Bók skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. Einnig er hægt að skila bókum fyrr, mælt er með því sérstaklega þegar biðlistar eru á bókum.
 • Hægt er að endurnýja útlán á Rafbokasafn.is eða í Libby-appinu 3 dögum fyrir áætluð skil (sé ekki biðlisti eftir eintakinu).

Hægt er að lesa rafbækur eða hlusta á hljóðbækur frá Rafbókasafninu í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og því ekki nauðsynlegt að hlaða niður neinum forritum til þess. En þá þarf að vera nettengdur.

Einnig er hægt að fá lánaðan fjöldann allan af tímaritum og ekki eru takmörk á hve margir geta verið með hvert tölublað að láni í senn.

Hægt er að lesa eða hlusta án þess að vera nettengdur en þá þarf að ná í Libby-appið eða Adobe Digital Editions forritið og hlaða bókinni niður.

Libby appið

 • Libby-appið er fáanlegt fyrir snjalltæki á Play Store (Android) og App Store (IOS).

Sækja Libby

Lesbretti

 • Hægt er að lesa bækur Rafbókasafnsins á þeim lesbrettum sem notast við ePub-formið.
 • Ekki er hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins í Kindle lesbrettum að Kindle Fire spjaldtölvunni undanskilinni.
 • Ef ætlunin er að lesa rafbók á lesbretti þarf að stofna Adobe ID aðgang og hlaða niður Adobe Digital Editions forritinu á tölvu.

Adobe Digital Editions

 • Bókinni er svo hlaðið niður í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið.

Hafa samband

 • Spurningar og/eða ábendingar varðandi Rafbókasafnið berist í netfangið [email protected]