Aðstaða

Bókasafn Hafnarfjarðar býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir fólk á öllum aldri. Hægt er að bóka rými til fundahalds, námskeiða og margt fleira. Hér að neðan má lesa nánar um hvað bókasafnið býður upp á.

Krílahornið

Á barnadeild má fyrst og fremst finna efni á íslensku, en einnig pólsku, Norðurlandamálum, ensku, þýsku, spænsku, frönsku og arabísku. Mikið er til af lestrarþjálfunarefni.

Sérstakt Krílahorn er á deildinni með gjafaaðstöðu. Barnadeildin og Krílahornið er staðsett á 1.hæð.

Setustofa

Í setustofunni á 1. hæð bókasafnsins er hægt að sitja og fletta nýjustu tímaritunum og fletta í bókum og bara eiga notalega stund.

Netkaffi

Í glerhýsi á 2. hæð eru tölvur með netaðgangi.

Aðgangur að tölvunum er ókeypis.

Aldurstakmark: notendur netkaffisins þurfa að vera 15 ára eða eldri.

  • Ókeypis aðgangur að Internetinu.
  • Ekki er hægt að vista gögn í tölvunum.
  • Hægt er að skanna inn og senda skjöl í tölvupósti.
  • Útprentun eða ljósritun í A4 stærð kostar 33 kr./blað í svarthvítu, en 66 kr./blað í lit.

Lesstofa

  • Lesstofan á 3. hæð er ætluð 16 ára og eldri.
  • Hún er opin á sama tíma og bókasafnið.
  • Ókeypis þráðlaust net er á lesstofunni.
  • Ekki er boðið upp á útprentun frá þráðlausa netinu.

Alltaf er heimilt að koma sér fyrir þar sem borð og stólar eru til staðar á safninu (fyrir utan setustofu á 1. hæð).
Í þeim tilvikum viljum við þó beina því til nemenda að taka tillit til annarra safngesta.

Glerrýmið

Glerrýmið er lítill les-og sýningarsalur á þriðju hæð Bókasafns Hafnarfjarðar. Rýmið er hentugt til lítilla vinnusmiðja og listasýninga, en nafnið er tilkomið af glerveggjum sem skarta útsýni eftir allri Strandgötunni.

Glerrýmið er opið öllum listamönnum sem áhuga hafa á að sýna þar, og hefur sú venja verið að hver listamaður fái að hafa verk sín uppi í fjórar vikur endurgjaldslaust. Ef vilji er fyrir að hafa verkin til sölu er slíkt einnig leyfilegt, en Bókasafnið tekur enga þóknun fyrir slíkt.

Fyrirspurnum um Glerrýmið skal beint til [email protected]

Fjölnotasalur

Fjölnotasalur Bókasafns Hafnarfjarðar er rými í kjallara bókasafnsins. Þar er hægt að halda fundi og litla viðburði. Skjávarpi er í loftinu og borð og stólar í boði. Einnig er lítill eldhúskrókur. Ef salurinn er ekki bókaður fyrir starfsemi tengdri bókasafninu og Hafnarfjarðarbæ er mögulegt fyrir fólk að fá salinn að láni fyrir klúbba, hópa og minni samkomur innan afgreiðslutíma bókasafnsins. Fyrirspurnir berist á netfangið [email protected].