Munasafn

Allir munir eru lánaðir út í 14 daga.

Bökunarform

Boðið er upp á fjölbreytt úrval af alls kyns kökuformum fyrir öll tilefni, allt frá kransaköku fyrir ferminguna til Spider-Man fyrir barnaafmælið.

  • Nauðsynlegt er að skila formunum hreinum. Leiðbeiningar um notkun og þrif fylgja.

DVD-spilarar

Fimm utanáliggjandi geisladrif eru til útláns, sem hægt er að tengja með USB-snúru í tölvur.

Einnig eru lánaðir út fjórir Sony DVD spilarar sem hægt er að tengja beint við sjónvörp með HDMI-snúru. Með þeim fylgir HDMI snúra og fjarstýring með batteríum.

Plötuspilarar

Tveir plötuspilarar af gerðinni Crosley CR8005F eru til útláns. Hægt er að tengja þá við hátalara og heyrnartól, bæði með snúru og í gegnum Bluetooth.

Saumavélar

Fimm einfaldar Singer vélar eru til útláns en auk þeirra eru einnig tvær Elna vélar á safninu sem gestum er velkomið að grípa í þegar þarf að stytta buxur eða falda garndínur.

Með vélunum fylgja einnig helstu fylgihlutir sem þarf fyrir saumaskap; spólur, auka nálar, saumfætur o.fl.

Verkfæri

Til eru tvö verkfærasett, sem innihalda hamar, töng, skiptilykil, skrúfjárn og 12 skrúfbita.

Einnig er til ein þráðlaus borvél og með henni fylgir hleðslutæki, 10 skrúfbitar, bitastykki og 2 borar.