Safnkostur
Nýjar bækur
Allar nýjar bækur á íslensku eru á 1. hæð. Eftir 1 ½ ár færast skáldsögur og ævisögur á 2. hæðina, fræðibækur og ljóðabækur flytja upp eftir 6 mánuði.
Sakamálasögur í kilju og Rauða serían (nýjustu árin) eru einnig á 1. hæðinni.
Nýjar skáldsögur á erlendum málum eru staðsettar á 3. hæðinni.
Hljóðbækur
Hljóðbækur eru á 1. hæðinni, hjá sófunum. Í boði er fjölbreytt úrval af hljóðbókum á diskum, bæði skáldsögur á íslensku og ensku sem og fræðsluefni. Flest efnið er á MP3-formi en eitthvað er um hefðbundna geisladiska líka.
Bókasafnið kaupir allar hljóðbækur sem koma út á CD eða MP3 formati á íslensku. Útgáfa á slíku hefur þó dregist saman á síðustu árum en reynt er að bæta jafnt og þétt við áhugaverðu eldra efni í hljóðbókahillurnar.
- Hægt er að spila MP3-diska í geislaspilurum sem eru gerðir fyrir MP3.
- Einnig er hægt að nota DVD spilara eða tölvur til þess að hlusta á MP3-diska.
Tímarit
Nýjustu tölublöð tímarita eru ekki til útláns heldur sett í möppur svo gestir geti blaðað í þeim í setustofunni. Strax og nýtt tölublað berst til bókasafnsins er því svo skipt út og eldra heftið fer í útlán.
Í setustofunni eru tímaritakassar með eldri heftum af:
- dægurblöðum á íslensku, ensku, dönsku, norsku og þýsku
- húsbúnaðarblöðum
DVD-myndir
Bókasafnið á mikið úrval af mynddiskum, bæði fræðslumyndum og afþreyingarmyndum.
- Útlán á DVD-diskum eru gjaldfrjáls. Útlánstíminn er misjafn, frá 7 dögum til 14 daga.
- Megináhersla er lögð á að kaupa inn íslenskar myndir, barnaefni, fjölskyldumyndir, valdar verðlaunamyndir og þær myndir sem vinsælastar hafa verið í kvikmyndahúsunum.
- Ekki má skila geisladiskum eða DVD-myndum í skilalúgu vegna hættu á skemmdum.
Tónlistardeild:
Tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar er stærsta tónlistardeild í almenningsbókasafni á landinu. Mynddiskar, geisladiskar og hljómplötur á tónlistardeild eru lánaðar í 14 daga án endurgjalds. Einnig eru lánaðar út nótur og bækur um tónlist. Hægt er að hlusta og grúska á staðnum.
Bökunarform:
Bókasafn Hafnarfjarðar býður upp á útlán á bökunarformum af ýmsum stærðum og gerðum.
Eftirfarandi reglur gilda um útlán og meðferð bökunarformanna:
- Nauðsynlegt er að skila formunum hreinum. Leiðbeiningar um notkun og þrif fylgja.
- Kökuformin eru lánuð út í 14 daga og dagsektir eru 45 kr.
Spil og púsl
Á Bókasafni Hafnarfjarðar er til fjölbreytt úrval borðspila, púsluspila og hlutverkaspila fyrir alla aldurshópa. Spilin eru að jafnaði lánuð út í 14 daga og allir sem eru með gilt bókasafnsskírteini hjá Bókasafni Hafnarfjarðar geta fengið þau að láni.