Útlán

Útlánareglur

  • Hver lánþegi fær skírteini og því verður að framvísa í hvert skipti til að fá bækur eða önnur gögn að láni. Skírteinið gildir einungis fyrir eiganda þess.
  • Börn og unglingar undir 18 ára fá ókeypis skírteini gegn ábyrgð forráðamanns. Óheimilt er að lána fullorðnum gögn út á barnaskírteini. Eldri borgarar og öryrkjar fá einnig ókeypis skírteini en aðrir greiða árgjald.
  • Hver lánþegi/ábyrgðarmaður ber ábyrgð á öllum þeim gögnum sem tekin eru að láni út á skírteini hans. Glatist safngagn eða skemmist í vörslu lánþega ber honum að skýra frá því og greiða bætur að höfðu samráði við upplýsingafræðing.
  • Lánstími gagna er mismunandi eftir tegund gagns. Við hvetjum lánþega til þess að fylgjast vel með skiladegi sinna gagna því ef ekki er skilað á réttum tíma greiðast dagsektir. Sektir reiknast á gögn sem eru í útláni umfram skiladag hjá öllum lánþegum/ábyrgðarmönnum.
  • Skilvísi og góð meðferð á safngögnum er grundvöllur góðs bókasafns.

Leitir.is

  • Með því að skrá sig inn á Leitir.is geta notendur sjálfir fylgst með stöðunni á bókasafnsskírteininu sínu, fylgst með skiladögum, endurnýjað gögn, gert frátektarbeiðni, fengið PIN-númer fyrir sjálfsafgreiðsluvélar, o.fl.  
  • Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, en fyrir börn og aðra sem ekki eru með rafræn skilríki er hægt að sækja um lykilorð með því að hafa samband við bókasafnið eða með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
    • Smellið hér til að sækja um lykilorð. Setjið inn kennitölu (User ID) EÐA skráið netfang.
    • Fylgið þeim skrefum sem berast í tölvupósti.
    • Athugið að lykilorðið þarf að vera a.m.k. 8 stafabil og má ekki innihalda notendanafnið þitt eða kennitölu.
    • Leggið lykilorðið á minnið.
    • Notið kennitölu og nýja lykilorðið til að skrá ykkur inn á Leitir.is
  • Hægt er að leita einungis í safnkosti Bókasafns Hafnarfjarðar á hfj.leitir.is.
  • Athugið að ekki er hægt að endurnýja gögn ef útlánatími þeirra er þegar liðinn eða ef bókasafnsskírteinið er útrunnið.

Bókasafnsskírteinið

Bókasafn Hafnarfjarðar býður, fyrst bókasafna, upp á umhverfisvæna möguleikann að fá stafrænt bókasafnsskírteini í stað plastskírteinis – fyrir þá sem eru með snjallsíma. Stafræna skírteinið var unnið í góðu samstarfi við SmartSolutions.

Þrenns konar samsetningar á bókasafnsskírteini eru nú í boði:

  • Plastskírteini og stafrænt bókasafnsskírteini til viðbótar
  • Eingöngu stafrænt bókasafnsskírteini
  • Eingöngu plastskírteini

Þeir sem eru með iPhone eru með innbyggt snjallveski en notendur Android síma þurfa að vera með smáforritið SmartWallet til þess að geyma stafræn skírteini.