Útlán

Útlánareglur

  • Hver lánþegi fær skírteini og því verður að framvísa í hvert skipti til að fá bækur eða önnur gögn að láni. Skírteinið gildir einungis fyrir eiganda þess.
  • Börn og unglingar undir 18 ára fá ókeypis skírteini gegn ábyrgð forráðamanns. Óheimilt er að lána fullorðnum gögn út á barnaskírteini. Eldri borgarar og öryrkjar fá einnig ókeypis skírteini en aðrir greiða árgjald.
  • Hver lánþegi/ábyrgðarmaður ber ábyrgð á öllum þeim gögnum sem tekin eru að láni út á skírteini hans. Glatist safngagn eða skemmist í vörslu lánþega ber honum að skýra frá því og greiða bætur samkvæmt gjaldskrá.
  • Lánstími gagna er mismunandi eftir tegund gagns. Við hvetjum lánþega til þess að fylgjast vel með skiladegi sinna gagna því ef ekki er skilað á réttum tíma greiðast dagsektir. Sektir reiknast á gögn sem eru í útláni umfram skiladag hjá öllum lánþegum/ábyrgðarmönnum.
  • Skilvísi og góð meðferð á safngögnum er grundvöllur góðs bókasafns.

Bókasafnsskírteinið

Bókasafn Hafnarfjarðar býður, fyrst bókasafna, upp á umhverfisvæna möguleikann að fá stafrænt bókasafnsskírteini í stað plastskírteinis – fyrir þá sem eru með snjallsíma. Stafræna skírteinið var unnið í góðu samstarfi við SmartSolutions.

Þrenns konar samsetningar á bókasafnsskírteini eru nú í boði:

  • Plastskírteini og stafrænt bókasafnsskírteini til viðbótar
  • Eingöngu stafrænt bókasafnsskírteini
  • Eingöngu plastskírteini

Þeir sem eru með iPhone eru með innbyggt snjallveski en notendur Android síma þurfa að vera með smáforritið SmartWallet til þess að geyma stafræn skírteini.