Bækur á erlendum málum

Á 3. hæð á Bókasafni Hafnarfjarðar má finna fjölbreytta flóru bóka á fjölda tungumála. Bókmenntir á ensku eru þar veigamestar. Bækur á erlendum málum fyrir börn og ungmenni eru á viðeigandi deildum.

Enska

Sumar ensku bókanna hafa fengið merkimiða á kjölinn sem gefur til kynna hvers konar bók sé um að ræða, til dæmis fantasíur, vísindaskáldsögur, skvísubókmenntir (e. ChickLit) og ástarsögur.

Teiknimyndasögur á ensku og manga-bækur eru í horni inn af ungmennadeildinni.

Norðurlandamál

Bókmenntir á Norðurlandamálunum eru á stigapallinum á 3. hæðinni. Hvert mál er merkt með sínum þjóðfána neðst á kili bókar.

Franska og spænska

Bókmenntir á frönsku og spænsku eru á stigapallinum á 3. hæð. Hvert mál er merkt með sínum þjóðfána.

Pólska

Bókmenntir á pólsku eru sívaxandi hluti af safnkosti bókasafnsins og starfar pólskumælandi bókavörður á bókasafninu. Fræðibækur og skáldsögur fyrir fullorðna á pólsku eru staðsettar á ganginum á 3. hæðinni.

Bækur á pólsku eru með pólska fánanum á kjölunum og merkimiða sem gefur til kynna um hvers konar bók sé að ræða, til dæmis fantasíur, matreiðslubækur, uppeldisbækur, sakamálasögur, ástarsögur og fleira.

Þýska

Bókmenntir á þýsku eru í herbergi við hlið lesstofunnar á 3. hæð og fræðibækur á þýsku eru á lesstofunni sjálfri. Bókasafnið er með gott úrval þýskra bóka því árið 2006 tók Bókasafn Hafnarfjarðar við safnkosti Deutsche Zentrum á Íslandi.

Nýtt og spennandi efni

calamity_of_souls_david_baldacci

A Calamity of Souls

  • Höfundur
    Höfundur David Baldacci
  • Flokkur
    Flokkur Bækur á erlendu máli
Skoða á Leitir.is
meet_your_match_kandi_steiner

Meet your Match

  • Höfundur
    Höfundur Kandi Steiner
  • Flokkur
    Flokkur Bækur á erlendu máli
Skoða á Leitir.is
taking flight michaela deprince

Taking Flight: from war orphan to star ballerina

  • Höfundur
    Höfundur Michaela DePrince
  • Flokkur
    Flokkur Bækur á erlendu máli
Skoða á Leitir.is
the_clues_in_the_fjord_satu_ramö

The Clues in the Fjord

  • Höfundur
    Höfundur Satu Rämö
  • Flokkur
    Flokkur Bækur á erlendu máli
Skoða á Leitir.is
the_off_limits_rule_sarah_adams

The Off-Limits Rule

  • Höfundur
    Höfundur Sarah Adams
  • Flokkur
    Flokkur Bækur á erlendu máli
Skoða á Leitir.is
the_temporary_roomie_sarah_adams

The Temporary Roomie

  • Höfundur
    Höfundur Sarah Adams
  • Flokkur
    Flokkur Bækur á erlendu máli
Skoða á Leitir.is
the dragons promise elizabeth lim

The Dragon’s Promise

  • Höfundur
    Höfundur Elizabeth Lim
  • Flokkur
    Flokkur Bækur, Bækur á erlendu máli
Skoða á Leitir.is
her radiant curse elizabeth lim

Her Radiant Curse

  • Höfundur
    Höfundur Elizabeth Lim
  • Flokkur
    Flokkur Bækur, Bækur á erlendu máli
Skoða á Leitir.is
six crimson cranes elizabeth lim

Six Crimson Cranes

  • Höfundur
    Höfundur Elizabeth Lim
  • Flokkur
    Flokkur Bækur, Bækur á erlendu máli
Skoða á Leitir.is