Átthagadeild

Efni um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga er safnað og varðveitt í átthagadeildinni. Þar eru meðal annars bæjarblöð, ævisögur Hafnfirðinga og sögulegt efni.

Gestir bókasafnsins geta nálgast gögn úr átthagadeild með aðstoð starfsfólks í upplýsingaþjónustu á 2. hæð. Gögnin eru einungis til afnota á safninu.

Í útlánasal á 2. hæð er sérstakt Gaflarahorn þar sem haldið er saman útgefnu efni um Hafnarfjörð sem er til útláns.