Þjónusta

Bókasafn Hafnarfjarðar er í samstarfi við bókasöfnin á höfuðborgarsvæðinu. Virkt bókasafnsskírteini á einu þessara bókasafna veitir aðgang að öllum hinum í samstarfinu.

  • Bókasöfnin í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Álftanesi eru í þannig samstarfi að hægt er að skila safngögnum á hverju þessara bókasafna sem er.
  • Lánþegar Bókasafns Hafnarfjarðar hafa aðgang að öllum Borgarbókasöfnunum og bókasöfnunum í Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Skila þarf safngögnum á viðkomandi bókasafni í þessu samstarfi.

Ef gögn eru ekki til á Bókasafni Hafnarfjarðar er annaðhvort hægt að leggja fram innkaupatillögu eða biðja um millisafnalán (gegn gjaldi). Almenningsbókasöfn innan höfuðborgarsvæðisins lána þó ekki gögn í millisafnaláni sín á milli.

Bókasafnið býður upp á fjölþætta þjónustu og ýmsa aðstöðu til lesturs, fundahalds, námskeiða en einnig netkaffi með aðgangi að prentara, þráðlaust neti og ljósritun. Þetta er bara fátt eitt sem bókasafnið býður upp á í metnaðarfullu starfi.