Spil

Spil og púsl

Á Bókasafni Hafnarfjarðar er til fjölbreytt úrval borðspila, púsluspila og hlutverkaspila fyrir alla aldurshópa. Spilin eru að jafnaði lánuð út í 14 daga og allir sem eru með gilt bókasafnsskírteini hjá Bókasafni Hafnarfjarðar geta fengið þau að láni.

Með öllum spilum fylgir blað með innihaldslýsingu og eru lánþegar vinsamlegast beðnir að ganga úr skugga um að allt innihald fylgi örugglega með þegar spilunum er skilað.