Útlánasalur 3. hæð
Bókmenntir á ensku
Bókasafn Hafnarfjarðar er með fjölbreytta flóru bóka á fjölda tungumála í safnkosti sínum. Bókmenntir á ensku eru þar veigamestar. Sumar ensku bókanna hafa fengið merkimiða á kjölinn sem gefur til kynna um hvers konar bók sé að ræða, til dæmis fantasíur, vísindaskáldsögur, skvísubókmenntir (e. ChickLit) og ástarsögur.
Teiknimyndasögur á ensku og manga-bækur eru í horni inn af ungmennadeildinni.
Bókmenntir á Norðurlandamálum
Bókmenntir á Norðurlandamálunum eru á stigapallinum á 3. hæð bókasafnsins. Hvert mál er merkt með sínum þjóðfána neðst á kjöl.
Bókmenntir á öðrum tungumálum
Bókmenntir á frönsku og spænsku eru á stigapallinum á 3. hæð. Hvert mál er merkt með sínum þjóðfána.
Bókmenntir á þýsku eru í herbergi við hlið lesstofunnar á 3. hæð og fræðibækur á þýsku eru á lesstofunni sjálfri. Bókasafnið er með gott úrval þýskra bóka því árið 2006 tók Bókasafn Hafnarfjarðar við safnkosti Deutsche Zentrum á Íslandi.
Bókmenntir á pólsku er sívaxandi hluti af safnkosti bókasafnsins og starfar pólskumælandi bókavörður á bókasafninu. Fræðibækur og skáldsögur fyrir fullorðna á pólsku eru staðsettar á ganginum á 3. hæðinni. Bækur á pólsku eru allar með pólska fánanum á kiljunum og einnig merkimiða sem gefur til kynna um hvers konar bók sé að ræða, til dæmis fantasíur, matreiðslubækur, uppeldisbækur, sakamálasögur, ástarsögur o.fl.
Bækur á pólsku fyrir börn og ungmenni eru á barnadeild bókasafnsins.