Tónlistardeild

Tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar er nefnd Friðriksdeild og er stærsta tónlistardeild í almenningsbókasafni á landinu.  Hún er staðsett á 1. hæð bókasafnsins. Allir velkomnir að grúska, hlusta og fá lánað. Hægt er að fræðast um sögu deildarinnar með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Saga Tónlistardeildar

Hljóm- og geislaplötur er lánaðar í 14 daga í senn án endurgjalds. Einnig eru lánaðar út nótur, tímarit og bækur um tónlist, DVD-diskar og plötuspilarar.

Mikið úrval af gamalli og nýrri tónlist

Tónlistardeildin leitast við að hafa ávallt á boðstólnum gott úrval af nýútkomnu tónlistarefni af ýmsu tagi.

 • Klassísk tónlist
 • Heimstónlist
 • Jazz
 • Blús
 • Popp
 • Rokk

Tónlistardeild - Cd, vínil plötur og margt fleira

Ekki bara geisladiskar og hljómplötur

Á tónlistardeildinni eru einnig:

 • Plötuspilarar
 • Tónlistartímarit
 • Nótur
 • Bækur um tónlist
 • Bækur um tónlistarmenn
 • Uppflettirit
 • DVD

Viltu grípa í gítar eða trommur?

Á tónlistardeildinni eru ýmis hljóðfæri í boði til afnota á safninu sem áhugasamir gestir geta komið og fengið að spila á sér að kostnaðarlausu.
Í boði eru rafmagnstrommusett, rafmagnsgítar og rafmagnsbassi, en til þess að fá aðgang að þeim þarf bara að hafa meðferðis gilt bókasafnskort.
Einnig eru á staðnum píanó og kassagítar sem allir geta sest við og látið ljós sitt skína.

Tenglar