Hlaðvarp

Starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar stendur fyrir sífellt fleiri hlaðvörpum sem aðgengileg eru á helstu hlaðvarpsveitum.

Hlaðvarpsþættir Bókasafns Hafnarfjarðar (virkir)

Síðasta lag fyrir myrkur

Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur, leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Helltu upp á kaffi, sestu í uppáhaldsstólinn þinn og komdu með.

Þættir Síðasta lags fyrir myrkur:

 

Hlaðvarpsþættir Bókasafns Hafnarfjarðar (í dvala)

Flokkaflakk

Bókasafn Hafnarfjarðar keyrir fram þekkingu og skemmtun á öldum ljósvakans! Halldór Marteinsson, upplýsingafræðingur, tekur titil sinn alvarlega og upplýsir hlustendur um snilld og sniðugheit hins alræmda Deweykerfis sem bókasöfn heimsins notast flest við.

Þættir Flokkaflakks:

GlaðVarpið

Í tilefni Hinsegin daga stendur bókasafnið fyrir stuttum innskotum á öldum ljósvakans.

Þættir Glaðvarpsins:

(ó)Vitinn

Í (ó)Vitanum fáum við að kynnast skemmtilegu og athyglisverðu fólki, skoða aðeins hvað er í gangi, hvað gaflarar og nýbúar jafnt eru að bardúsa, læra eitthvað nýtt, fræðast um eitthvað spennandi og heyra af skemmtilegum, öðruvísi og ótrúlegum hlutum sem koma upp hjá okkur á Bókasafni Hafnarfjarðar.

Þættir (ó)Vitans:

Ræmurýmið

Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar.

Þættir Ræmurýmisins:

 

Þrýstingurinn

„Mikið afskaplega eru leiðinlegar svona sérhannaðar bókmenntir fyrir unglinga. “Eva –  Stella í Orlofi (1986) Hver var ekki-uppáhaldsbókin þín? Þrír nördar og bókabéusar, ekki lengur unglingar, en voru það einu sinni, fara yfir titla æsku sinnar (og eldri) og pæla hvað í ósköpunum gekk eiginlega á í unglingabókmenntum.

Þættir Þrýstingsins:

Jólahlaðvörp

Vetrarvættir

Á aðventunni flytur Bókasafn Hafnarfjarðar ykkur sögur af siðum og hefðum frá ýmsum heimshornum.

Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar 2020

Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar segir af jólaálfinum Antoni. Hann er örlítið eigingjarn, og á erfitt með að deila öllum góða jólamatnum, jólakökunum og jólagjöfunum með öðrum – svo hann ákveður að halda jólin einn!

 

Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar 2021

Jóladagatal - hlaðvarp 2021

Í ár bjóðum við á Bókasafni Hafnarfjarðar upp á splunkunýtt, frumsamið jóladagatal.

Þættirnir eru 18 talsins og miðast þeir við virka daga svo að hægt sé að nýta þá í kennslu.
Í þáttunum þarf Lestrar-lemúrinn, lukkudýr barna- og ungmennadeildar, að finna bókasafnið á ný eftir að hafa verið stolið af frekum máv.
Snert er á helstu kennileitum bæjarins og einkennum hans, ásamt því að fjalla um þjóðsagnaarfinn og þjóðtrúna sem mótað hefur bæjarbraginn.

Þættirnir fara í loftið fimm í senn, sem ætti að gefa kennurum og öðrum áhugasömum færi á að undirbúa hlustun.

Við vonum að þið njótið og eigið ljúfa hátíð.

Þættir jóladagatalsins:

Jóladagatal fylgiefni 2021

 

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar