Hlaðvarp

Starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar stendur fyrir sífellt fleiri hlaðvörpum sem aðgengileg eru á helstu hlaðvarpsveitum.’

Hlaðvarpsþættir Bókasafns Hafnarfjarðar

GlaðVarpið

Í tilefni Hinsegin daga stendur bókasafnið fyrir stuttum innskotum á öldum ljósvakans.

(ó)Vitinn

Í (ó)Vitanum fáum við að kynnast skemmtilegu og athyglisverðu fólki, skoða aðeins hvað er í gangi, hvað gaflarar og nýbúar jafnt eru að bardúsa, læra eitthvað nýtt, fræðast um eitthvað spennandi og heyra af skemmtilegum, öðruvísi og ótrúlegum hlutum sem koma upp hjá okkur á Bókasafni Hafnarfjarðar.

Síðasta lag fyrir myrkur

Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur, leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Helltu upp á kaffi, sestu í uppáhaldsstólinn þinn og komdu með.

Þrýstingurinn

„Mikið afskaplega eru leiðinlegar svona sérhannaðar bókmenntir fyrir unglinga. “Eva –  Stella í Orlofi (1986) Hver var ekki-uppáhaldsbókin þín? Þrír nördar og bókabéusar, ekki lengur unglingar, en voru það einu sinni, fara yfir titla æsku sinnar (og eldri) og pæla hvað í ósköpunum gekk eiginlega á í unglingabókmenntum.

Jólahlaðvörp

Vetrarvættir

Á aðventunni flytur Bókasafn Hafnarfjarðar ykkur sögur af siðum og hefðum frá ýmsum heimshornum.

Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar

Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar segir af jólaálfinum Antoni. Hann er örlítið eigingjarn, og á erfitt með að deila öllum góða jólamatnum, jólakökunum og jólagjöfunum með öðrum – svo hann ákveður að halda jólin einn!

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar