Bóka heimsókn
Bókasafnið er í samstarfi við Hafnarborg og Byggðasafnið er snýr að samræmdri fræðslu. Grunnskólar geta bókað sérstaka fræðslu um bókasöfn og heimildaleit.
Safnkynningar – Grunnskólar
Bókasafnið býður elstu börnunum á leikskólum Hafnarfjarðar sem og 4. bekkjum grunnskólanna á safnkynningu. Tilgangurinn er meðal annars að fræða börnin um bókasafnið sitt og kenna þeim að nýta sér safnkostinn í leik og námi. Börnin fá leiðsögn um safnið og þau eru frædd um mikilvægi þess að fara vel með bækur og önnur gögn.
Panta þarf tíma í safnkynningu með viku fyrirvara. Að sjálfsögðu geta aðrir árgangar en að ofan er getið fengið safnkynningu sé þess óskað.
Enn fremur eru kennarar hvattir til að koma með hópa sína á safnið hvenær sem er á afgreiðslutíma til að skoða og lesa eða fá safngögn að láni.
Safnfræðsla: hávaði, hlaup og ærsl
Heimsóknin er hugsuð sem áhugaverður námsvettvangur fyrir nemendur á miðstigi grunnskóla. Nemendur fá létta kynningu um starfsemi bókasafnsins. Því næst fer fram kynning og umræður um ritstýringu og upplýsingaveitur.
Nemendum gefst einnig færi á að ræða viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og setja í samhengi við atburði daglegs lífs; rökræða um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga; lesa texta við hæfi með góðum hraða og af skilningi, leggja mat á hann og túlka; lesa sér til ánægju og fróðleiks og gert öðrum grein fyrir þeim áhrifum sem texti hefur á þá.
Að lokum vinna nemendur verkefni í tengslum við bannaðar bækur.
"*" indicates required fields