Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Lesið fyrir hunda vor 2022

Lesið fyrir hunda á Bókasafni Hafnarfjarðar

Lesið fyrir hunda Börn Fjölskyldur
  • Bókasafn Hafnarfjarðar,

Bókasafn Hafnarfjarðar hefur fengið til liðs við sig félagið Vigdísi, vini gæludýra á Íslandi, og býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur.

Lestrarstundin verður á Bókasafni Hafnarfjarðar, síðasta laugardag mánaðar, fram á vor.

Hvert barn mætir með lestrarbók sem hentar þeirra færni og fær sér sæti með ljúfum hvuttum sem vilja gjarnan hlíða á.

Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á og lesa sér til yndis án spennu sem oft getur myndast við að lesa fyrir fullorðna.

Þessi viðburður er bundinn skráningu, sem fer fram á [email protected], í síma eða með skilaboðum á samfélagsmiðlum. Athugið: takmörkuð sæti.