Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Höfundur í heimsókn - Guðrún Eva

Höfundur í heimsókn – Sólveig Eva Magnúsdóttir

Sýning Upplestur Börn Eldri borgarar Fjölskyldur Fullorðnir
  • Bókasafn Hafnarfjarðar,

Höfundur mánaðarins og galleríopnun skeytast saman í þessum mánuði þegar listakonan og rithöfundurinn Sólveig Eva opnar sýningu í tilefni af Hönnunarmars.
Sólveig Eva Magnúsdóttir er rithöfundur og myndlistarkona sem er búsett í New York. Hún stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur, en lauk seinna bakkalárnámi í evrópskum sviðslistum við Rose Bruford Academy í Lundúnum og er með framhaldsmenntun í handritaskrifum frá UCLA og Stanford, auk menntunar í sjónrænum listum frá SVA í New York og RISD í Rhode Island.

Sólveig fæst við listsköpun á víðum grunni, allt frá grafíkbókmenntum yfir í leikverkahönnun og myndlist. Í verkum sínum leggur hún áherslu á náttúruna, hið kvenlæga og kvenlægar upplifanir, oft tengdar sjálfræði líkamans, þrautseigju og heilun. Hún stundar einnig listsköpun út frá vinnu með sambönd einstaklinga, allt frá hugmyndum um tengsl foreldra og barna yfir í víðari skilning og tenginu einstaklingsins við samfélagið sem hann þrífst í.

Hún opnar sýningu á nýjustu verkum sínum – myndlist úr bókinni Space Mama Piggy – á Bókasafni Hafnarfjarðar þann 5. maí næstkomandi og mun einnig lesa úr verkinu á opnuninni.

Sólveig mun einnig stýra sumarnámskeiði í grafríksögugerð og myndasöguskrifum á Bókasafni Hafnarfjarðar í sumar fyrir unga listamenn og unglinga sem langar að spreyta sig á þessu formi ritlistar.