Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Elísabet Jökulsdóttir - Aprílsólarkuldi

Elísabet Jökulsdóttir les úr Aprílsólarkulda

Upplestur Fjölskyldur Fullorðnir
  • Setustofa, Jarðhæð
Höfundur septembermánaðar er Elísabet Jökulsdóttir, sem heimsækir Bókasafn Hafnarfjarðar og les úr nýjasta verki sínu, Aprílsólarkulda, sem vann íslensku bókmenntaverðlaunin 2020.
Aprílsólarkuldi lýsir föðurmissi Védísar, skólastúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík og hennar fólk fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins.
Hvað gerist milli fólks þegar orðin bregðast? Glata merkingunni. Þegar tengslin við tungumálið bresta, hvað er þá til ráða? „… því heimurinn mun ekki standa nema vegna merkingar, annars mun hann sáldrast niður og manneskjan getur annars ekki lifað í heiminum.“
Verið velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í upplestur og spjall, og hittið höfund í heimsókn.