Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Glergalleríið - Þorbjörg Signý

Leið í gegnum hugann – galleríopnun á Bókasafni Hafnarfjarðar

Sýning Börn Eldri borgarar Fjölskyldur Fullorðnir
  • Bókasafn Hafnarfjarðar, 3. hæð

Þorbjörg er ung, hafnfirsk kona, sem er að ljúka myndlistarnámi við Menntaskólann á Tröllaskaga og stefnir á frekara nám erlendis. Myndirnar hennar myndu líklega flokkast sem töfraraunsæi, þar sem raunveruleikinn mætir fantasíu. Málverkin á þessari sýningu tengir Þorbjörg við gríska goðafræði sem og við nokkur mikilvæg tímamót í sínu lífi undanfarin ár og eru verkin henni mjög persónuleg. Í öllum verkunum stillir hún sér upp sem persónu innan sögunar. Á fyrstu myndinni kemur Þorbjörg fyrir í völundarhúsi Mínótársins, síðan sjáum við hana í líki Íkarus fljúgandi frá völundarhúsinu í átt að sólu. Þar næst sjáum við augnablikið þegar Arakne, vefarinn sem skoraði Aþenu á hólm, hengir sig í eigin vef og þar á eftir kemur Narsissus, hugfanginn af eigin spegilmynd. Fimmta og síðasta málverkið sýnir Þorbjörgu sem gyðjuna Artemis og er myndin einkennandi fyrir friðinn sem hún hefur fundið í lífi sínu. Myndirnar eru unnar úr akrýl.
Hún opnar sýningu sína í glerrýminu þann 22. ágúst kl 16:00.