Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Gísli á Uppsölum

Gísli á Uppsölum – Einleikur á Bókasafni Hafnarfjarðar

Leiksýning Eldri borgarar Fullorðnir Unglingar
  • , Bókasafn Hafnarfjarðar
Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k., efnir Bókasafn Hafnarfjarðar til leiksýningar í samvinnu við Kómedíuleikhúsið.
Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn og er hér á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar. Verkið hefur verið sýnt yfir 100 sinnum, og sem áður verður einleikurinn, – hlutverk Gísla – í höndum Elfars Loga Hannessonar. Leikstjóri er Þröstur Leó Gunnarsson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Elfari Loga, og skartar sýningin tónlist eftir hinn þjóðkunna Svavar Knút.
Leikurinn hefur fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda, og m.a. segir í umfjöllun Þorgeirs Tryggvasonar, gagnrýnanda Morgunblaðsins; „…að sjá [Elvar] horfa inn á við og teikna upp umhverfi og viðmælendur með augunum er fallegt dæmi um list leikarans. Það er hlýja og heiðarleiki í túlkun Kómedíuleikhússins á lífi þessa fræga nærsveitungs. Leikhúsaðferðir eru valdar af kostgæfni og þeim beitt af öryggi. Útkoman er falleg og snertir mann. Þannig á það að vera.“
Sýningin verður sem áður segir á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, á aðalhæð bókasafnsins og er aðgangur ókeypis. Fólk er beðið um að mæta tímanlega, þar sem safninu verður læst áður en sýning hefst.