Vetrarfrí 2025
Vetrarfrí, vetrarfrí!!
Við verðum með okkar sívinsæla ratleik, spil fyrir alla á 2. hæð, grímugerð á barnadeild og almennt stuð!
Nördaklúbburinn verður að sjálfsögðu á sínum stað fyrir eldri krakkana, og VR í boði ásamt kortaspilum á þriðjudeginum.

Hvað er í boði?

  • Ratleikurinn: frá laugardegi til lokunar á þriðjudag
  • Spilaverið: á 2. hæð frá laugardegi til lokunar á þriðjudag
  • Grímugerð: á barnadeild laugardag frá 13:00 til 15:00, mánudag frá 13:00 til 16:00 og þriðjudag frá 12:00-15:00
  • Tröllasmiðja með Vilborgu Bjarkadóttur: á þriðjudag kl 13:00-15:00 í fjölnotasal
  • Nördaklúbburinn/VR: á þriðjudag kl 15:15-17:00 í fjölnotasal