Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

vertu þitt sannasta sjálf

Vertu þitt sannasta sjálf – Sjálfstyrkingarnámskeið og tónleikar

Námskeið
  • Bókasafn Hafnarfjarðar, Hafnarfjörður

María Viktoría, Vala Yates og Elena Arngrímsdóttir standa fyrir námskeiði og tónleikum fyrir alla þá sem vilja viðhalda eigin heilbrigði og jafnvægi, með jóga, tónlist og markþjálfun. Þessar leiðir gefa ást, kærleik, gleði og hugrekki.

Á námskeiðinu verður rætt um hvernig við kveikjum neistann innra með okkur, með því að kanna okkar gildi, styrkleika, ástríðu í lífinu og farið verður í æfingar til að tengjast inn á við og komast í dýpri snertingu við okkur sjálf. Einnig verður rætt um hvernig við notum núvitund í daglegu lífi, hvernig við getum lært að elska og samþykkja okkur sjálf eins og við erum og þannig stuðlað að andlegu heilbrigði hjá sjálfum okkur og öðrum. Farið verður í hvernig við getum bætt lífið og líðan okkar, með að búa til ásetning og skapa okkur sýn af því sem við viljum í lífinu.

Í lok námskeiðsins munu Vala og María Viktoría halda stutta tónleika. Lögin eru innblásin af meðvitund þeirra um mikilvægi þess að rækta sjálfan sig og nærumhverfi og skapa heilbrigð tengsl við sjálfa sig og það sem manni þykir vænst um.

Námskeiðið er unnið í samstarfi við Bjarta Daga hjá Hafnarfjarðarbæ. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

vertu þitt sannasta sjálf