Fyrirlestur - veldu þér viðhorf, Perla Magnúsdóttir

Vantar ekki alla smá bjartsýni í lífið? Perla Magnúsdóttir, stundum kölluð Perla pepp, sálfræðinemi og fyrirlesari, mætir með fyrirlesturinn Veldu þér viðhorf, sem fjallar um hvernig bjart viðhorf getur breytt öllu fyrir okkur. Með því að trúa á okkur sjálf og taka ábyrgð á að skapa það líf sem við viljum lifa getum við notið þess enn meira og liðið betur með okkur sjálf. Farið verður yfir nokkur ráð sem geta hjálpað til við að byggja okkur upp sem manneskjur og hvernig við getum tekist á við okkar flókna en magnaða huga.

Öll hjartanlega velkomin. Heitt á könnunni og ókeypis inn, að vanda!