trúðurinn fífill

Trúðurinn Fífill vill skemmta sem flestum. Hann gerir blöðrudýr, djögglar, fer í leiki og heldur uppi fjöri. Hann ætlar að koma við á bókasafninu fyrsta laugardag nóvembermánaðar, lesa sögu og leika við krakkana. Hann er blíður og góður, stundum smá feiminn. En það er gott að vera á bókasöfnum, svo það verður örugglega allt í lagi!