Vilborg Bjarkadóttir leiðir smiðju fyrir yngri kynslóðina um kynjaverur landsins. Skoðaðar verða þjóðsögur þar sem tröll koma fyrir. Grúskað verður í orðum þar sem „tröll-“ er notað sem forskeyti, eins og orðunum tröllasúra og hvers konar örnefnum. Einnig munum við búa til ógurleg tröll úr svampi í þessari smiðju og sannarlega skapa kynjaverur. Allt efni til staðar og að sjálfsögðu ókeypis.