Viðburðir 2024 - tónlistarútgáfa
Áttu gamlar upptökur sem væri gaman að leyfa einhverjum að heyra? Ertu að plana að verða næsti Freddie? Ertu að byrja á Spotify og ert ekki viss um hvernig er best að höndla þetta allt? Eða viltu kannski bara koma í varðveislu á stafrænu formi lögum frá þér eða jafnvel foreldrum þínum og öðrum ættingjum? Við förum yfir þetta allt hér í þessum stutta pistli, og svo mun Unnur Sara aðstoða fólk við uppsetningu.
http://xn--hljrit-rwax.is/, dreifingarfyrirtæki, Spotify Editorial Pitch – hvað er þetta allt saman? Unnur Sara Eldjárn fjallar um allt það mikilvæga sem þú þarft að hafa í huga áður en lag eða plata er gefin út. Hún mun ræða um höfundarréttarskráningar, fjármögnun, dreifingaraðila, Spotify markaðssetningu og fleira. Unnur Sara er eldklár í öllu sem þarf að vita í tónlistarútgáfu og hefur aðstoðað fjöldann allan af íslensku tónlistarfólki í útgáfumálum og markaðssetningu. Þetta er tilvalinn viðburður fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref, lengra komna sem hefðu gott af því að fá innblástur og alla þá sem eru einfaldlega forvitnir um þessi mál!
Fyrirlestur Unnar Söru er 1 klst. og að honum loknum er opið fyrir spurningar og umræðu. Allir sem mæta fá ókeypis eintak af Útgáfuráðum Unnar Söru