Sumarnámskeið á Bókasafni Hafnarfjarðar

Fjögurra daga sumarnámskeið á vegum Bókasafns Hafnarfjarðar.

  • Aldur:
    10-12 ára
  • Dagsetning:
    10.-13. júní (4 dagar)
  • Tímasetning:
    Frá kl. 10-14
  • Hámarksfjöldi þátttakenda er 12

Ókeypis námskeið í tónlistarspuna sem snýr að gerð tónlistar fyrir tölvuleiki. Námskeiðið byggir á mastersverkefni Höskuldar Eiríkssonar frá Listaháskóla Íslands.
Þátttakendur munu búa til sína eigin tónlist fyrir tölvuleik og fá að kynnast fjölbreyttum hljóðfærum, aðferðum og kenningum um gerð tölvuleikjatónlistar.

Höskuldur lauk BA-gráðu í skapandi tónlistarmiðlun og mastersgráðu í listkennslufræðum. Höskuldur hefur starfað með fjölda listamanna og hljómsveita eins og Amabadama, Godchilla, Krummi og Krákurnar, Útidúr, Plastic Gods, Halleluwah og margt fleira.

Skráning í tölvupósti á [email protected] eða í skilaboðum á Facebook (nafn, aldur, sími og tölvupóstur forráðamanns).