Það gerast stundum ævintýri eftirtektarverð. Eitt sinn voru tíu milljón tindátar á ferð. – Steinn Steinarr Skuggabrúðusýningin Tindátanir, eftir söguljóði Steins Steinarrs í flutningu Kómedíuleikhússins verður sýnd á Bókasafni Hafnarfjarðar á safnanótt. Sýningin hentar vel aldurshópnum 6-106 ára, og verður hún einnig táknmálstúlkuð. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis, og hefst sýningin kl 17:00.