Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

sumartónleikar - GÚA

Sumartónleikar – GÚA

Tónleikar Börn Eldri borgarar Fjölskyldur Fullorðnir Konur / women Unglingar
  • Jarðhæð, Bókasafn Hafnarfjarðar
Í sumar mun úrvals tónlistarfólk á vegum Hamarsins, ungmennahúss Hafnarfjarðar gleðja gesti og gangandi með ljúfum tónum.
Tónleikarnir eru liður í verkefninu Skapandi sumarstörf og er ætlað að glæða bæinn lífi og gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum.
GÚA MARGRÉT BJARNADÓTTIR / “GÚA”
Gúa Margrét Bjarnadóttir eða “Gúa” er lagahöfundur, píanóleikari og söngkona. Verkefnið hennar í sumar er að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu. Hún vinnur að tónlistinni, semur lögin og tekur upp og vinnu ásamt því grafískt myndverk sem hreyfist í takt við hvert lag fyrir sig, er hannað algjörlega fyrir hvert lag og spilast í bakgrunni á stóru tjaldi þegar lögin eru flutt. Í júlí þegar lögin eru tilbúin og mun hún ferðast um Hafnarfjörð vopnuð hljómborði og míkrafón og syngja lögin á kaffihúsum, verslunum og hjúkrunarheimilum ásamt því að halda útgáfutónleika í ungmennahúsi Hamarsins í september.
GÚA spilar hjá okkur fimmtudagana 21. júlí, 28. júlí og 4. ágúst kl 17:00