Pókémonspilun í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar fyrir fjórða bekk og eldri! Við erum með stokkana og við erum með reglurnar. Viltu læra að spila Pókemon? Komdu við á þriðjudögum milli 15:00 og 17:00 og við kennum þér reglurnar. Við verðum með Pókemeistara sem hjálpar ykkur af stað, – auðvitað má líka koma með eigin stokk og við aðstoðum við að setja saman. Athugið: Viðburðurinn er ekki ætlaður yngsta hópnum, heldur þeim sem eru komnir næglega langt á veg að geta spilið, reiknað og lesið kortin. Ég vonast til að verða sá besti í heimi hér. Að læra að fanga og þjálfa þá mitt æðsta takmark er! Spilum við hvort annað – föngum þá alla!