Ekki hanga heima í vetrarfríinu – vertu með í yndislegri smiðju mánudaginn 24. október kl. 13:00 og föndraðu með okkur umslög, skilaboð og fleira skemmtilegt úr ástsælli sögu Antoine de Saint-Exupéry um Litla Prinsinn. Sýning með myndum úr nýútkominni myndasöguútgáfu á verkinu verður í boði, og allir krakkar frá 6 til 12 ára eru hvattir til að mæta. Þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis.