Músíkmóment á Bókasafni Hafnarfjarðar, fyrsta þriðjudag mánaðar klukkan 17:00! Þann 7. september opnar Rebekka Blöndal dagskrá haustsins fyrir okkur með unaðslegum djasstónum sem eiga sérdeilis vel við svona á leiðinni inn í skammdegið. Tónleikarnir verða í aðalútlánasal á jarðhæð safnsins. Dagskrá Músíkmómenta haustið 2021: 7. september – Rebekka Blöndal 5. október – Kristín Sesselía 2. nóvember – Marína Ósk 7. desember – Á Léttu Nótunum: Jólaprógramm