Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Sníðanámskeið janúar 2022

Námskeið – Sníðagerð og sniðtaka

Handavinna Námskeið Eldri borgarar Fjölskyldur Fullorðnir Unglingar
  • Fjölnotasalur, Bókasafn Hafnarfjarðar

Nú þegar við bjóðum saumavélar til útláns er ekki senna vænna að græja sig og láta af því verða að sauma draumaflíkina. Efnið er komið, Burda-blaðið á borðinu… – og hvað svo?
Berglind Ómarsdóttir, kjóla- og klæðskerameistari, kennir grunnatriðin í sníðamennsku, allt frá aflestri til efnisklippingar.

Námskeiðið verður haldið í fjölnotasal bókasafnsins og hentar byrjendum. Við hvetjum fólk til að koma með eigin saumavélar til að kynnast þeim betur. Skæri, fatakrítar og annað smávægilegt verður á staðnum, auk nokkurra saumavéla fyrir þá sem þurfa.

Þátttakendur útvega sjálfir efni og það snið sem þeir hyggjast nota, og eru beðnir a hafa í huga að hafa nóg til að standa undir þeirri flík sem þeir vilja sauma.

Þátttaka er bundin skráningu og fer hún fram á bókasafninu eða í tölvupósti: [email protected]. Takmörkuð sæti.