Manga og persónusköpun

Atla Hrafney, listakona, teiknari og myndasöguhöfundur, mætir með hressa og skemmtilega smiðju í vetrarfríi fyrir miðstig og eldri sem vilja læra að hanna sitt eigið manga! Manga/Anime er það sem fjölmargir táningar eru sólgnir í.

Sögurnar höfða sérstaklega til þeirra og því ætlum við að kanna þessa tegund myndasagna dýpra. Atla fer með krökkunum í töfraheima persónusköpunar og hvernig það hefur áhrif á hönnun myndasagna. Að lokum munu þau búa til sínar eigin manga hetjur!

Skráningar er þörf og takmörkuð sæti í boði! Skráning fer fram á [email protected] eða í skilaboðum.