Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Framför - Systu megin

Lestrarfélagið Framför – Systu megin

Bókmenntaklúbbur Eldri borgarar Fullorðnir
  • Bókasafn Hafnarfjarðar, 2. hæð

Skáldverk Steinunnar Sigurðardóttur búa yfir einstökum tóni og andblæ. Fjallað verður um bók hennar, Systu megin, sem er hárbeitt og óvenjuleg saga um utangarðsfólk sem fær hér bæði rödd og ásýnd.

Systa býr ein í kjallarakompu við bágar aðstæður en hún ræður sér sjálf. Hún hefur losað sig að mestu undan ægivaldi Mömmu eins og Brósi, bróðir hennar og bandamaður í tilverunni. Saman hafa þau tekist á við harðan heim frá barnæsku en valið hvort sína leið, Brósi innan samfélagsins, Systa utan þess. Dagsdaglega dregur Systa fram lífið með dósasöfnun en þegar henni býðst aukið öryggi í skiptum fyrir frelsi er úr vöndu að ráða.

Lestrarfélagið er elsti starfandi hópur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er sem áður í traustum höndum Hjalta Snæs Ægissonar, bókmenntafræðings með meiru. Hópurinn hittist annan miðvikudag mánaðar kl. 17:15 og pælir í bók mánaðarins.

Farið er um víðan völl innan bókmennta, allt frá léttum reyfurum yfir í heimsbókmenntir skoðaðar og kynntar og ræddar yfir kaffibolla og kruðeríi.

Leslistinn fyrir vorið 2022 er eftirfarandi:
12. janúar – Sigurður Gylfi Magnússon o.fl.: Þættir af sérkennilegu fólki (kynning og höfundaspjall)
16. febrúar – Sofi Oksanen: Hundagerðið
9. mars – Viola Ardone: Barnalestin
13. apríl – Aravind Adiga: Hvíti tígurinn
11. maí – Steinunn Sigurðardóttir: Systu megin