Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Lestrarfélagið Framför vor 2022

Lestrarfélagið Framför – Opnun vordagskrár

Bókmenntaklúbbur
  • 2. hæð, Bókasafn Hafnarfjarðar

Lestrarfélagið er elsti starfandi hópur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er sem áður í traustum höndum Hjalta Snæs Ægissonar, bókmenntafræðings með meiru. Hópurinn hittist annan miðvikudag mánaðar kl 17:15 og pælir í bók mánaðarins.

Farið er um víðan völl innan bókmennta, allt frá léttum reifurum yfir í heimsbókmenntir skoðaðar og kynntar og ræddar yfir kaffibolla og kruðeríi.
Fyrsti hittingurinn mun vera opnun annarinnar, auk bókakynninga og höfundaspjall, en þemað að þessu sinni er fátækt, og birtingarmyndir hennar í bókmenntum.

Fyrstu gestir Hjalta verða höfundar hinnar nýútkomnu bókar „Þættir af sérkennilegu fólki“, en í henni er fjallað um fólk sem var á einhvern hátt hornreka í samfélögum fyrri tíðar og hvernig það bæði náði að þreyja þorrann og góuna og um leið að hafa áhrif á samtíð sína með margvíslegum hætti. Gerð er tilraun til að skilja „menningu fátæktar“, þ.e. hvernig Íslendingar gerðu ráð fyrir að fátækt þrifist hér á landi í einni eða annarri mynd.

Leslistinn fyrir vorið 2022 er eftirfarandi:

  • 12. janúar – Sigurður Gylfi Magnússon o.fl.: Þættir af sérkennilegu fólki (kynning og höfundaspjall)
  • 9. febrúar – Sofi Oksanen: Hundagerðið
  • 9. mars – Viola Ardone: Barnalestin
  • 13. apríl – Aravind Adiga: Hvíti tígurinn
  • 11. maí – Steinunn Sigurðardóttir: Systu megin