Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

pride - kynusli í múmínálfunum

Kynusli í Múmíndal

Fyrirlestur Safe Space Börn Eldri borgarar Fjölskyldur Fullorðnir Unglingar
  • Útlánasalur 2. hæð, Bókasafn Hafnarfjarðar
Í Múmínálfabókum Tove Janssen eru birtingarmyndir kynja og kynjahlutverka talsvert áberandi. Sumar persónur hennar fá ekki kyni úthlutað í frásögninni og aðrar rannsaka sín kynhlutverk og skoða jafnvægi þeirra og áhrif. Þá má merkja ýmis konar kynusla í íslenskri þýðingu bókanna, þar sem kynsegin persónur fá kyn og aðrar persónur eru rangkynjaðar.
Í fyrirlestrinum mun Hildur Ýr Ísberg fjalla um kynhlutverk í frásögnum Tove Jansson um múmínálfana og skoða hvaða virkni þessi hlutverk hafa í frásögnunum og hvernig við getum notað múmínálfana og jafnvel múmínbollana til að skilja lífið.
Erindið er opið öllum og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.