Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

kynstrin 2

Kynstrin öll! – Jólabókakvöld – Seinni hluti

Upplestur Eldri borgarar Fullorðnir Unglingar
  • Bókasafn Hafnarfjarðar,
Desember fer af stað með látum á staðnum og í streymi. Sem áður blæs Bókasafn Hafnarfjarðar til jólabókakvölda, pallborða, upplesturs og yndislegheita með lifandi tónlist og veitingum. Sem áður verður Arndís Þórarinsdóttir, bókmenntafræðingur, á staðnum og stýrir umræðum og upplestri.
Þann 2. desember mæta:
  • Eiríkur Örn Norðdahl – Einlægur Önd
  • Kamilla Einarsdóttir – Tilfinningar eru fyrir aumingja
  • Sigrún Pálsdóttir – Dyngja
Öll þrjú hafa nú þegar haslað sér völl sem rithöfundar bæði hérlendis og erlendis, og spanna allt frá tilraunakenndum ljóðum yfir í harðan raunveruleikann í skrifum sínum – en þó að verkin komi úr ýmsum áttum má auðveldlega lofa líflegu og léttúðugu kvöldi.
Tónlistarflutningur verður í boði Samúels Reynissonar, sem mun leika ljúfa tóna á píanó Bjarna Friðrikssonar heitins undir víni og veitingum.
ATHUGIÐ!
Vegna samkomutakmarkana eru takmörkuð sæti á þennan viðburð. Þeir sem vilja geta látið taka frá sæti með því að hafa samband við bókasafnið, annaðhvort í afgreiðslu, í tölvupósti, síma eða á samfélagsmiðlum.
Viðburðurinn verður einnig í streymi.