Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

kynstrin 1

Kynstrin öll! – Jólabókakvöld – Fyrri hluti

Upplestur Eldri borgarar Fullorðnir Unglingar
  • Bókasafn Hafnarfjarðar,
Desember fer af stað með látum á staðnum og í streymi. Sem áður blæs Bókasafn Hafnarfjarðar til jólabókakvölda, pallborða, upplesturs og yndislegheita með lifandi tónlist og veitingum. Sem áður verður Arndís Þórarinsdótttir, bókmenntafræðingur, á staðnum og stýrir umræðum og upplestri
Þann 1. desember mæta:
  • Hallgrímur Helgason – Sextíu kíló af kjaftshöggum
  • Ingólfur Eiríksson – Stóra bókin um sjálfsvorkunn
  • Jónína Leósdóttir – Launsátur
Hallgrímur og Jónína eru flestum kunn, enda miklar kanónur innan íslenskrar bókmenntaflóru, en Ingólfur hefur verið þekktari fyrir ljóðabækur – og stígur nú í fyrsta sinn inn í fagurbókmenntirnar með Stóru bókinni um sjálfsvorkunn.
Tónlistarflutningur kvöldsins verður svo í höndum Hallvarðs og Konstantíns. Hallvarður er tónskáld og gítarleikari og hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir og dansverk, auk þess að gefa út plötur. Konstantín er læknir að mennt með bakgrunn í þjóðlagatónlist. Hann hefur áður komið fram á mismunandi uppákomum á Íslandi, og er líkast til eini jazzaði formlegi mandólínnemandi landsins.
ATHUGIÐ!
Vegna samkomutakmarkana eru takmörkuð sæti á þennan viðburð. Þeir sem vilja geta látið taka frá sæti með því að hafa samband við bókasafnið, annaðhvort í afgreiðslu, í tölvupósti, síma eða á samfélagsmiðlum.
Viðburðurinn verður einnig í streymi.