Kynstrin öll snúa aftur! Fjórir höfundar, yndisleg kvöldstund, tónlist, veitingar og skemmtun fyrir alla sem vilja láta berast með hinu árlega jólabókaflóði! Við skörtum að sjálfsögu yndislegum gestum, en með okkur í þetta skiptið mæta höfundarnir Þórdís Helgadóttir, Haukur Már Helgason, Sólveig Pálsdóttir og Lilja Sigurðardóttir með jólagleðina og glóðvolgar, nýjar bækur. Hjalti Snær Ægisson er góðvinum Bókasafnsins vel kunnur úr Lestrarfélaginu Framför, en hann leiðir spjallið af alkunnri snilld. Tónlist er í höndum rómantískra jóla-djassara, sem tóna fullkomnlega við rauðvínslögg og súkkulaði, enda erum við í notalega gírnum svona rétt fyrir jólin. Kynstrin öll hafa nú þegar skipað sér sess í viðburðadagatali Bókasafns Hafnarfjarðar, oft komast færri að en vilja, svo við biðjum fólk að mæta tímanlega.