Hefur þig alltaf langað í geggjaðan búning? Horfir á öll vídjóin á jútúb og fylgir öllum með #cosplay á öllum miðlum? Er EVAfoam ógnvekjandi? Eru saumavélar á hæsta tindi ómöguleikans? Rugl. Það geta allir gert galla/kit. Við hittumst tvisvar í mánuði, vinnum, spjöllum, skemmtum okkur. Það er leiðbeinandi á staðnum sem er klár í að finna út úr hlutunum og við deilum þekkingu og reynslu, – því allir byrja einhverstaðar og allir eiga skilið að eignast draumabúninginn sinn. Saumavélar og allt sem þarf á staðnum. Aðstoð við snið og almennileg borð til efnisskurðar (bless stofugólf!), hamingja og félagsskapur fyrir alla sem elska búnina, frá þjóðbúningum til stormsveitarbrynja! Athugið að smiðjan er ekki ætluð ungum börnum. Þátttakendur vinna með eigin efni og búningahugmyndir með aðgang að aðstoð. Smiðjan er ætluð allri búningagerð, sögulegri, leiksettri og endurgerð/Cosplay.