Sögulegur búningur, cosplay, brynjugerð, propsmaking – eða bara að hanna og skapa þinn eigin fatnað – við erum saman komin til að gera eitthvað geggjað Hefur þig alltaf langað í geggjaðan búning? Horfir á öll Bernadette Banner vídjóin á jútúb og fylgir öllum með #cosplay á öllum miðlum? Bridgerton-kjólar? Eða fílarðu Game of Thrones? Er EVAfoam ógnvekjandi? Eru saumavélar á hæsta tindi ómöguleikans? Rugl. Það geta allir gert galla/kit. Við hittumst á þriðjudögum, vinnum, spjöllum, skemmtum okkur. Það er leiðbeinandi á staðnum sem er klár í að finna út úr hlutunum, og við deilum þekkingu og reynslu, – því allir byrja einhverstaðar og allir eiga skilið skapa. Saumavélar og allt sem þarf á staðnum. Aðstoð við snið og almennileg borð til efnisskurðar (bless stofugólf!), hamingja og félagsskapur. Athugið að þátttakendur koma með eigið efni og hugmynd. Smiðjan hentar ekki fyrir ung börn. Smiðjan er hluti af viðburðaröð í undirbúningi fyrir Heima og Himingeima 2026.