Músík í mars kemur þér í gegnum síðasta spölinn fram að páskum!
Katrin Myrra hefur verið að gefa út tónlist síðan árið 2020.
Hún fær innblástur úr raftónlist og er tónlistin hennar afar fjölbreytt þar sem hún vill ekki setja tónlistina sína í eitt box. Hún skrifar djúpa texta um líf sitt og tilfinningar. Tónlistin hennar snertir meðal annars á ást, sambandsslitum, kvíða og öllu því sem fylgir að vera manneskja.
Katrin Myrra elskar að syngja, dansa, koma fram og tengjast hlustendum sínum, – og hún verður með okkur á bókasafninu 26. mars n.k.