Jóna Ryan, myndlistarkona, opnar sýningu í Glerrýminu þann 21. mars n.k. Jóna er fædd 1955 í Alaska, BNA, en ólst upp fyrir austan, og í seinni tíð hefur hún búið víðsvegar hérlendis og erlendis. Hún hefur menntað sig í margskonar handverki, s.s. myndlist, keramikki, postulínsmálun og brúðugerð, en hún verður einnig með brúður til sýningar – nornir og tröll að íslenskri fyrirmynd. Hún var búsett um langa hríð í Danmörku þar sem hún hefur staðið fyrir sýningum, en er þetta fyrsta sýning hennar hérlendis. Við bjóðum ykkur velkomin í kaffi á opnuninni.