Greining á fornu erfðaefni („ancient DNA“) hefur haft talsverð áhrif á skilning okkar af landnámi Íslands, og heldur áfram að efla skilning okkar og túlkun á öðrum heimildum varðandi líf á miðöldum. En á hverju byggjast þessar helstu niðurstöður og hversu endanlegar eru þær í ljósi áframhaldandi þróun á tækni og aðferðarfræði? Í stuttri og léttri kynningu, ætlar Áki Jarl Láruson, stofnerfðafræðingur við Hafrannsóknastofnun, að fara yfir helstu ályktanir frá fornerfðafræðigreinum síðasta áratuginn, og hvað þær segja okkur (og segja okkur ekki) um líf á Íslandi til forna. Aðgangur ókeypis, og heitt á könnunni!