Prinsessa 7 og Prinsessa 9 úr fjölskyldusöngleiknum „Hver vill vera prinsessa?“ koma í heimsókn á Bókasafn Hafnarfjarðar laugardaginn 7. júní kl. 13:00. Þær munu dansa og syngja fyrir öll sem mæta! Prinsessurnar vita sko hvað þær syngja og eru allar boðnar og búnar til að minna okkur á hve dýrmæt vináttan er, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar; okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. Ekki missa af þessum dásamlegu prinsessum sem ætla að sigra heiminn!