Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Hrollvekjur Emil H. Petersen

Hrollvekjur og hryllingsskrif – Fyrirlestur með Emil H. Petersen

Fyrirlestur Eldri borgarar Fjölskyldur Fullorðnir Unglingar
  • , Bókasafn Hafnarfjarðar
Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur og hryllingsgúrú, flytur fyrirlestur um hrollvekjur og hryllingsskrif í tilefni af hrekkjavökunni.
Hann mun stikla á stóru í sögu hrollvekjunnar sem listforms, tala um mismunandi tegundir af hrollvekjum, – og sér í lagi hrollvekjur á Íslandi auk þess að ræða eigin skrif og hvað er gott að hafa í huga þegar leitast er við að láta hárin á lesendum rísa.
Emil er reyndur hryllingsmeistari, en nýjasta bók hans, Hælið, sem er söguleg hrollvekja, er nýkomin út bæði á prenti og sem hljóðbók. Áður hefur Emil skrifað hrollvekjuna Ó, Karítas, glæpafantasíurnar Víghóla, Sólhvörf og Nornasveim, þríleikinn Saga eftirlifenda og þrjár ljóðabækur.
Fyrirlesturinn er í boði Miðstöðvar íslenskra bókmennta.