Sölusamsýning hinsegin listamanna í Glerrýminu, gallerís Bókasafn Hafnarfjarðar, frá 3. ágúst til 31. ágúst. Undanfarin ár hefur Bókasafn Hafnarfjarðar haft þann lið í dagskránni sinni á Hinsegin dögum að upphefja hinsegin listafólk með því að gefa því rými til að sýna og selja verkin sín. Sýningin er til þess ætluð að auka sýnileika hinsegin listafólks þvert á sköpunarmiðla og viðfangsefni. Verkin eru sýnd í glerrými þriðju hæðar, og í útlánasal á annari hæð og eru aðgengileg á opnunartíma safnsins. Komið, styðjið listafólk, og njótið fallegrar listar í huggulegu umhverfi!