Tómas Leó Halldórsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, leiðir göngu frá Bókasafni Hafnarfjarðar að Víðistaðatúni. Á leiðinni verða stórir fletir sem þátttakendur staldra við og teikna á með því að bregðast við því sem þau sjá, hafa séð á leiðinni og því sem nú þegar er komið á teikniflötinn. Sköpun og leikur eru hér í fyrirrúmi og eftir standa listaverk sem allir áttu þátt í að skapa. Við hittumst fyrir framan Bókasafnið og leggum af stað tímanlega kl 17:00! Gangan tekur u.þ.b. tvær klukkustundir.