Þrívíddarprentarar? Tékk! Vínylskerar? Tékk! Ertu með hugmynd? Ekki viss hvernig á að gera þetta? Komdu og hittu krakkana í Intrix, og þau hjálpa þér að nota flottu græjurnar okkar! Græjuhornið er alltaf opið, en mánaðarlega koma klárir græjugramsarar og aðstoða við allt milli himins og jarðar sem bókasafnið hefur upp á að bjóða. Vilu gera barmmerki? Vegglímmiða? Skraut á föt? Nýja lyklakippu? Prenta miniatures fyrir spunaspil? Styttu handa ömmu? Komdu a bókasafnið og búðu það til!