Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson, þjóðfræðingar, koma í heimsókn með skemmtierindi fyrir fullorðna um gömlu íslensku jólafólin, Grýlu, hennar menn, jólaköttinn og hræðilega og gleymda jólasveina. Einnig verða þau með myndefni eftir Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur, myndlýsi, úr nýútgefinni bók, sem geymir gleymdar sögur og gamlan fróðleik um Grýlu og fjölskyldu hennar, settum fram með skemmtilegum og gamansömum hætti.